Húsið er á 2 hæðum, með 5 svefniherbergi, 5 baðhergi, stofu, borðstofu, eldhús með eldhúskrók, gameroomi (leikherbergi fyrir börn og fullorðna. Einn veggurinn í stofunni opnast allur út í bakgarðinn, en þar er að finna stóra upphitaða sundlaug, heitur nuddpottur, einstaklega vönduð og þægileg bólstruð húsgögn, 6 sólarbekkir, 6 lúxusstólar og stórt matborð og 3 lítil borð við sólarbekkina. Bakgarðurinn er allur undir neti, þannig að engar flugur eða annað sem fólki gæti þótt óþægilegt er því að finna í garðinum. En ekki örvænta maður verður brúnn í gegnum netið, sem er mjög fínriðið, svo að maður hættir að taka eftir því. Engar byggingar eru í námunda við bakgarðinn, aðeins fyrir neðan hæðina er lón sem er eitt af vatnsvermdarsvæðum borgarinnar.
Húsið er með loftkælingu í öllum rýmum, einnig í gameroomi. Viftuspaðar eru einnig í öllum svefniherbergjum, stofu og gameroomi, þannig að alltaf er hreyfing á loftinu. Allar rúmdýnur eru hágæða dýnur.
Húsið er fyrir 10 manns, og hentar fullkomlega hverjum sem er, fjölskyldum, golfhópum, brúðhjónum, eða öðrum sem eru að koma sér til skemmtunar eða verslunar. Húsið hefur verið skoðað og er með leyfi til útleigu frá yfirvöldum í Florídafylki, þannig að öryggi gestana er sem allra mest, meðan á dvöl þeirra stendur. Sérstakur umsjónarmaður (enskumælandi) sér um húsið og sér til þess að ávallt sé allt í fullkomnu standi og leysir úr ef eitthvað kemur uppá meðan á dvöl stendur. Húsið kemur með rúmfötum, öllum handklæðum, þvottastykkjum og strandarhandklæðum til að nota út við sundlaugina.
Frítt háhraðainternet er í húsinu og Brighthouse sem býður uppá endalausar stöðvar, er hægt að sjá úr öllum herbergjum, stofu og gameroomi. Öryggiskerfi er einnig í húsinu beintengt við stjórnstöð ADT.
Veröndin
Glæsileg húsgögn ein og áður sagði. Hvað er fullkomnara en að sitja úti elda frábæran kvöldmat og njóta útsýnisins og horfa á upplýsta sundlaugina og heita pottinn. Geta tekið sundsprett eða farið í nuddpott þegar manni dettur í hug- það er toppurinn. Í garðinum eru 4 hátalarar til að skapa réttu stemminguna fyrir tónlist, en stýribúnaðurinn er staðsettur í stofunni. Sundlaugin er með öryggisneti/hliði fyrir börnin. Viftuspaðar eru fyrir ofan matborðið í garðinum til að koma hreyfingu á loftið þegar hitinn er mikill.
GameroomAðalrýmið- leikherbergi fyrir alla, unga sem aldna, herbergið sem allir elska. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 42“ flatskjá m/DVD, Playstation 2, keppnis poolborð og mismunandi stærðir af kjuðum, þannig að nú er bara að taka alvöruleik. Vinsælt er líka að fara í leik á Airhockey borðinu. 4 háir stóra og borð þar sem hægt er að taka spil eða bara sitja við og fá sér einn kaldann yfir boltanum í sjónvarpinu. Fyrir þá sem vilja meiri þægindi er sófi og sófaborð frir framan sjónvarpið sem er á snúningsás og hægt að snúa sjónvarpinu hvernig sem er. Herbergið er með loftkælingu og viftuspöðum í lofti. Í gameroominu er líka geymsla en þar er að finna fullkomna þvottavél og þurrkara ásamt straujárni og straubretti, þannig að allir geta farið heim eð allt hreint í ferðatöskunni.
BorðstofaGlæsileg með þægilegum stólum en þar geta 10 manns setið til borðs, þannig að allir gestirnir geta verið saman í borðhaldinu.
EldhúsiðFullbúið af alls kyns lúxus. Stór amerískur ísskápur/frystiskápur með klakavél, uppþvottavél, stór og mikil eldavél með ofni, örbylgjuofn, sjálfvirk kaffikanna, hraðsuðuketill, ristavél, blender, matvinnsluvél, pottar, pönnur, borðbúnaður ofl. Einnig eru plastglös og plastborðbúnaður til notkunar út í garðinum. Góð búrgeymsla er einnig í eldhúsinu. Fullt af skápum, góðu vinnuplássi á granítborðplötum. Í eldhúsinu er einnig góður borðkrókur með útsýni út á götuna með borði og stólum fyrir 6.
StofanÞægilegt sófasett með 42“ flatskjá m/DVD/CD
Aðalsvefniherbergi no 1 og 2Þessi herbergi eru bæði eins en eru í sitt hvorum enda húsins. Í báðum herbergjunum eru Kingsize rúm, 19“ flatskjár. Innaf svefniherbergjunum eru fataherbergi, sturtuherbergi, sér salernisaðstaða, tvöfaldur vaskur og hárþurrka.
Herbergi no 3Þar er 1 rúm Queen size, stór og góður fataskápur, 19“ flatskjár m/DVD, baðherbergi með baðkari/sturtu og hárblásara.
Herbergi no 4 og 5Eru á efri hæðinni. Þar eru 2 Twinsize rúm, 19“ flatskjár m/DVD, baðherbergi með baðkari/sturtu og hárblásara.
Hverfið
Windsor Hills er staðsett á Old Lake Wilson Road, sem liggur að US 192, sem er Laugavegur þeirra í Kissimmee. En þar eru endalausir verslunarkjarnar, risa matvöruverslanir(K-Mart, Walmart, Target og fl), veitingaflóran eins og hún leggur sig, ýmis þjónusta, afþreying af ýmsu tagi, allt handan við hornið. Windsor Hills er aðeins í 2 mílna akstri frá I-4 hraðbrautinni. Örstutt er í Disney garðana og um 15 mín í risastóru verslunarmiðstöðvarnar ( Florida Mall og Mall of Millenium) outlet verslunarmiðstöðvarnar ( Premium outlet og Prime outlet), Universal Studios, Sea World og margt margt fleira. Endalausir golfvellir eru á Orlando svæðinu. Þess má geta að Mystic Dune gólfvöllurinn er við hliðina á Windsor Hills, og Reunion hinn heimsfrægi völlur þar við hliðina. Köfun, hestaleiga, kórkódílaskoðunarferðir, leikvangir, veiði, dýragarðar, hvaða afþreying heillar þig, þetta er allt í túnfætinum.
Verð
Jan, april, maí,sept., nóv, des ( ekki páskar, jól né þakkargjörðardagurinn) US$ 225 nóttin
Febrúar, mars, júní, október ( ekki páskar) US$ 235 nóttin
Júlí, ágúst og þakkargjörðardagurinn US$ 250 nóttin
Jól og páskar US$ 339 nóttin
Yfir kaldasta tímann mælum við með að taka einnig sundlaugarhitann, en hann er US$ 34 á dag.
Lokaþrif er $ 85 en innifalið í verði ef bókað er 6 nætur eða meira.
Sérstök tilboð:
10 % afsláttur ef bókað er fyrir árið 2017
10% afsláttur ef bókað er fyrir árið 2018