Title

Subtitle

HVERFIÐ

 • Sérhönnuð barnaleiksvæði, með kastala, klifurgrindum, rólum, leiktækjum og fleira.
 • Risastór upphituð sundlaug bæði fyrir fullorðna og börn, með rennibraut, stórum heitum potti og sólbaðsaðstöðu.
 • Líkamsræktarsalur með tækjum og tólum
 • Leiktækjasalur
 • Billjardborð
 • Bíósalur með lúxusstólum, þar sem þú pantar myndirnar sjálfur.
 • Sand blakvöllur
 • Púttvöllur
 • Körfuboltavellir
 • Tennisvellir, upplýstir á kvöldin.
 • Nýlenduvöruverslun, með því helsta.
 • Skutluþjónusta í helstu garðana á góðu verði
 • Lokað svæði sem er vaktað alla daga allan ársins hring.
 • Yfirbyggðir grillskálar.

Windsor Hills er nýtt og glæsilegt hverfi, vaktað af öryggisvörðum allan sólarhringinn alla daga. Windsor Hills er rétt við dyrnar á Disney görðunum,  svo nálægt að stundum er hægt að njóta flugeldsýninganna sem koma þaðan.  Windsor Hill hefur verið kallað 5 stjörnu hótelgarðurinn hjá heimamönnum.  Hverfið er frábærlega staðsett gagnvart öllu því áhugaverðasta um mið Flórídaskagann.  Ýmsir af hinum þekktari golfvöllum eru rétt við hverfið s.s. Mystic Dune en hann er við hliðina á Windsor Hills.  Mystic Dune var hannaður af Gary Koch úr PGA mótaröðinni.  Í um 7 mín. 

Akstur er Champions Gate golfvöllurinn, sem var hannaður af golfatvinnumönnum. Um 5 mín er í Celebration golfvöllinn, en Celebration er lítill bær hannaður af Walt Disney sjálfum.  Það er örstutt í sannkallaða golfparadís, hvort sem golfarar vilja spila á dýrum glæsivöllum eða ódýrara völlum sem eru líka allt um kring.  Ef golf er aðaláhugamálið, þá ertu kominn á réttan stað.

Windsor Hills státar af frábæru klúbbhúsi (tæpir 1.000 m2 )  sem býður uppá ýmsa afþreyingu og þjónustu. Þar er líf allann daginn.   Svæðinu öllu er haldið við á einstakan hátt og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Hægt er að skoða myndir af hverfinu í 360 gráðu myndavél hér á síðunni, þær tala sínu máli.  En Windsor Hills hefur oft verið á toppnum yfir eitt mest rómaða og virðulegasta lokaða hverfið á Orlando svæðinu.

Örstutt er í aðra skemmtigarða Orlando, stóru verslanamiðstöðvarnar og outletin.

Hvaða afþreying sem fólk óskar eftir – það er allt handan við hornið.


View Larger Map

 

 

 

Members Area

Upcoming Events

No upcoming events

Recent Photos

Newest Members