Title

Subtitle

FORSÍÐA   

Velkomin á vefsíðuna sem mun sýna þér stórglæsilegt nýlegt lúxushús, rétt við Disney garðana í Orlando, Florída.  Að innan er húsið hannað af innahúshönnuði og því gætt í hvívetna að gestum líði sem allra allra best, enda kemur sama fólkið afur og aftur.  Gestir hafa sagt að húsið og hverfið,  bjóði uppá svo mikið að ekki væri mikil þörf á, að sækja í aðra afþreyingu.

Húsið er staðsett á hinum vinsæla stað,  Windsor Hills og er það staðsett á einni af bestu lóðunum þar, efst á hæðinni með ægifögru útsýni, þar sem sólin skín allan daginn og stórfenglegt sólsetur á kvöldin.

Í húsinu eru 5 herbergi öll með 19“ flatskjá með innbyggðum DVD og eigið baðherbergi, gameroom, upphituð sundlaug, heitur nuddpottur og fullbúið lúxuseldhús.  Húsið getur hýst 10 manns.

Windsor Hills er eitt nýjasta, glæsilegasta og eftirsóttasta hverfið á Orlando svæðinu. Verðir eru við hliðið inní hverfið og er það vaktað allan sólarhringinn alla daga ársins. Í hverfinu er að finna, glæsilega barnaleikvelli, ýmsa íþróttavelli, klúbbhús með, sundlaug, rennibraut, bíósal, pingpong, leiktækjum, líkamsræktarstöð og margt margt fleira, öll aðstaða í hverfinu og klúbbhúsinu er leigendum að kostnaðlausu.  Einnig er að finna litla verslun í klúbbhúsinu.  Windsor Hills hefur verið kallaður af heimamönnum, 5 stjörnu hótelgarðurinn.

 

Members Area

Upcoming Events

No upcoming events

Recent Photos

Newest Members